Kynningarmyndband um kjör íþróttamanns ársins og íþróttakonu ársins 2014 í Grindavík má sjá hér á neðan. Athöfnin fer fram í Hópsskóla á gamlársdag kl. 13:00 og eru allir Grindvíkingar hjartanlega velkomnir á þessa uppskeruhátíð íþróttafólks. Auk þess að veita verðlaun fyrir íþróttamann og íþróttakonu ársins verða veitt hvatningarverðlaun, verðlaun fyrir fyrstu landsleiki, fyrir titla auk ýmislegs annars.
- Tilnefndar sem íþróttakonur ársins 2014:
Birgitta Sigurðardóttir – Taekwondo
Gerða Kristín Hammer – Golf
Guðrún Bentína Frímannsdóttir – Knattspyrna
Ingibjörg Jakobsdóttir – Körfubolti
Margrét Albertsdóttir – Knattspyrna
María Ben Erlingsdóttir – Körfubolti
- Tilnefndir sem íþróttamenn ársins 2014:
Alex Freyr Hilmarsson – Knattspyrna
Björk Lúkas Haraldsson – Júdó og taekwondo
Daníel Leó Grétarsson – Knattspyrna
Eggert Daði Pálsson – körfubolti (ÍG)
Helgi Dan Steinsson – Golf
Jón Axel Guðmundsson – Körfubolti
Sigurður Gunnar Þorsteinsson – Körfubolti
Á myndinni eru verðlaunahafar í kjörinu á síðasta ári.
Kynningarmyndband um kjörið má sjá hér: