Aðalstjórn UMFG hefur ásamt deildum sínum gert íþróttanámskrár sem lagðar voru fyrir frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar fyrr á þessu ári til samþykktar. Er það hluti af samkomulagi Grindavíkurbæjar og UMFG vegna stuðnings bæjarins við barna- og unglingastarf UMFG. Íþróttanámskráin er lifandi skjal sem á að yfirfara og uppfæra árlega. Áætlunin er virkilega metnaðarfull og má nálgast hana með því að smella hér (PDF).
