Æfingatöflur allra deilda UMFG, fyrir utan knattspyrnudeild, fyrir veturinn 2015-2016 eru tilbúnar og má sjá hér að neðan (útgáfa 0,4). Þær geta að sjálfsögðu tekið breytingum og verður til tilkynnt á heimasíðum deildanna. Æfingatöflur flestra deilda taka gildi 1. september en júdódeildin byrjar í dag, 26. ágúst. Knattspyrnudeildin gefur út bráðabirgðatöflu fljótlega fyrir fyrstu vikurnar. Frístundahandbók Grindavíkur með upplýsingum um allt frístundaframboð í Grindavík verður gefin út í næstu viku og gefin í öll hús. Athygli er vakin á sameinginlegum þrekæfingum hjá öllum deildum sem er nýjung.
Fyrir þá sem eru nýfluttir til Grindavíkur er rétt að vekja athygli á fyrirkomu lagi æfingagjalda en það má nálgast með því að smella hér . Samkvæmt nýjum samningi Grindavíkurbæjar og UMFG geta börn og unglingar á aldrinum 6-16 ára stundað fleiri en eina íþróttagrein og verður aðeins innheimt eitt æfingagjald, 25.000 kr. (ath. tölur víxluðust í fyrri útgáfu fréttarinnar), pr. barn óháð fjölda íþróttagreina sem barnið stundar.
Samningsaðilar eru sammála um að með þessum samningi sé lögð áhersla á mikilvægi þess öfluga starfs sem fer fram innan UMFG fyrir samfélagið í heild og þátttaka barna og unglinga í íþróttastarfi verði áfram góð en hún hefur verið með því hæsta sem þekkist á landsvísu.
Æfingatafla UMFG 2015-2016 (PDF, útgáfa 0,4) – allar deildir nema knattspyrudeild.