Greiðslumiðlun/Nóri æfingagjöld
Næstu daga fá foreldrar rukkun um fyrri greiðslu æfingagjalda fyrir árið 2018 ef foreldrar hafa ekki nú þegar greitt æfingagjöldin og jafnframt er ítrekað að þegar að greiðsluseðill berst í heimabanka foreldra/forráðamanna þá er það Greiðslumiðlun sem sér um innheimtuna (16.000.- kr) fyrir börn sem verða 6 ára til 16 ára. Við minnum á að ef fólk óskar eftir því að dreifa greiðslum eða setja á greiðslukort þá hafi það samband við starfsmann á skrifstofu UMFG í íþróttahúsinu eða sendi tölvupóst á umfg@umfg.is
Æfingagjöld eru innheimt í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra en kerfið er einnig notað til að halda utan um póstlista, símanúmer forráðamanna, mætingar og fleira svo mjög mikilvægt er að allir iðkendur séu skráðir inn í kerfið