Zumba Fitness námskeið á nýjum stað í vetur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Zumba® Fitness í haust (september – desember) hefst 1. september í Kvennó. Jeanette Sicat, licensed Zumba Instructor og ZIN member, heldur utan um námskeiðið af einskærri snilld. Hvert námskeiðið er 12 skipti, á mánudögum kl. 18:00, þriðjudögum og föstudögum kl. 17:30.

Stakir tímar í boði og frír prufutími. Lofum sveittum og fjörugum tímum með frábærum kennara og hressum einstaklingum. Fyrirhugað er að hafa Zumba partý í október með gestakennurum og aftur fyrir jólin.

Láttu sjá þig! Skráning er hafin – sími 845- 0363 eða í tölvupóst: jeanettesicat@hotmail.com