Grindvíkingar eru fjölmennir í norður Svíþjóð þessa dagana í heimsókn hjá vinabæ Grindavíkur, Pitea.
Þriðji flokkur kvenna í knattspyrnu tekur þar þátt í fótboltamóti sem hófst í gær. Fararstjórn er í höndum foreldra stúlknanna en í för með eru fulltrúar frá stjórnsýslu bæjarins sem hafa sem hafa kynnt sér starfsemi vinabæjarins Pitea í ferðinni.
Fréttaritari grindavik.is tók eftirfarandi myndir úr mótinu sem hefur gengið mjög vel og eru bæði stelpurnar og fararstjórn mjög ánægð með allar aðstæðu. Grindavík spilaði tvo leiki í gær, gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum en sigruðu seinni leikinn 2-1.