Árlegt lokahóf Knattspyrnudeildar UMFG fór fram síðasta laugardag, 28. september í íþróttahúsinu. Að venju voru leikmönnum og öðrum sem koma að starfinu veittar viðurkenningar eftir tímabilið. Grindavík endaði í 11. sæti í Pepsí-Max deild karla og Inkasso-deildin tekur við næsta sumar. Stelpurnar enduðu í 9. sæti og munu því spila í 2. deild næsta sumar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á hófinu um helgina en hægt er að skoða ítarlegri umfjöllun á Facebook síðu knattspyrnudeildarinnar hér.
Liðsstjórar ársins voru krýndir. Guðmundur Ingi og Arnar Már sem aðstoða mfl karla og Alexander Birgir aðstoðarmaður mfl. kvenna. Hér eru fyrirliðarniar karla- og kvennaflokks með þeim á mynd, þau Guðný Eva og Gunnar