Verðlaunaðir fyrir fyrstu landsleikina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Að vanda er grindvískt íþróttafólk sem leikur sína fyrstu landsleiki á árinu verðlaunað á kjöri íþróttamanns og íþróttakonu ársins 2013. Að þessu sinni voru þrír knattspyrnumenn sem léku sína fyrstu landsleiki í ár. Það voru:

  • Daníel Leó Grétarsson

Lék með U19 ára landsliði Íslands og stóð sig mjög vel. Spilaði 5 landsleiki á árinu.

  • Hilmar Andrew McShane

Lék með U16 ára landsliði Íslands í undankeppni Ólympíuleikum æskunnar sem tryggði sér sæti í riðlinum.
Spilaði 2 landsleiki á árinu og skoraði 2 mörk og þótt besti leikmaður íslenska liðsins.

  • Stefán Þór Pálsson

Lék með U19 ára landsliði Íslands. Hann lék með Grindavík í sumar sem lánsmaður frá Breiðablik.
Spilaði 7 landsleiki á árinu.

Mynd: Guðfinna Magnúsdóttir.