Opið pílukastmót, Grindavík Open 2012, var haldið um helgina í Salthúsinu á vegum Pílufélags Grindavíkur. Um 40 keppendur mættu til leiks og var hart barist en Þorgeir Guðmundsson bar sigur úr bítum í A úrslitum en Pétur Guðmundsson í B úrslitum.
Riðlakeppnin gekk þannig fyrir sig að þeir sem lentu í fjórum efstu sætum í hverjum riðli fóru í 32 manna úrslit en þeir sem lentu í 5. sæti í sínum riðli sátu hjá í eina umferð, eða þar til að þeir sameinuðust þeim 16 keppendum sem töpuðu 32 manna úrslitum í B keppninni. Þeir sem unnu í 32 manna úrslitunum fóru í A úrslit þannig að um tvö mót var að ræða.
Mótið heppnaðist mjög vel í alla staði mjög vel. Gert var hlé á mótinn síðdegis þar sem boðið var upp á hlaðborð að hætti Láka á Salthúsiunu.
Guðjón Hauksson fékk verðlaun fyrir fæsta pílur eða 14, hæsta útskot átti Einar Möller eða 45 og hann átti einnig flest 180, eða sex stykki.
Úrslit mótsins má sjá hér.