Úrslitaleikur Lengjubikarsins í kvöld kl. 19:30

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar leika til úrslita í Lengjubikarnum í kvöld kl. 19:30, en leikurinn fer fram á Eimskipavellinum í Laugardal. Andstæðingar Grindvíkinga verða Íslandsmeistarar Vals. Þetta er annað árið í röð sem Grindvíkingar leika til úrslita í mótinu, en þeir tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum þegar liðið bar sigurorð af KA á dögunum.

Grindvíkingar hafa leikið afar vel á undirbúningstímabilinu en á dögunum útnefndi útvarpsþátturinn Fótbolti.net Óla Stefán sem besta þjálfara undirbúningstímabilsins og Björn Berg Bryde var valinn bæði besti leikmaðurinn og besti varnarmaðurinn.

Leikurinn hefst eins og áður sagði klukkan 19:30 en verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 sport 2.