Úrslitakeppnin heldur áfram – grillað í Gjánni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Úrslitakeppni Domino’s deildar karla heldur áfram í kvöld þegar Þórsarar rúlla eftir Suðurstrandarveginum til Grindavíkur, en staðan í einvíginu er 1-1 og því algjört lykilatriði fyrir okkar menn að landa sigri í kvöld. Gauti og félagar ætla að fíra upp í grillinu kl. 17:30 og grilla djúsí borgara ofan í stuðningsmenn og koma mönnum í gírinn fyrir kvöldið en leikurinn hefst kl. 19:15.

Skilaboð frá körfuknattleiksdeildinni af Facebook:

UPPHITUN..BURGERS..ÚRSLITAKEPPNI!!! Og já já, leikur 3 í kvöld og ansi mikið í húfi. Góð mæting síðast og enn betri í kvöld ekki rétt?? En þótt leikurinn sé stór skiptir kannski meira máli að við verðum klárir á grillinu kl 17:30 og AÐALMÁLIÐ. Fyrstu 14 borgararnir eru 140 gramma en allir eftir það 120 gramma. Fyrstir koma fyrstir fá. Borgararnir grillaðir og afhentir af alúð, natni, krafti, seiglu, kænsku, húmor, og sigurvilja. Vð skorum líka á alla að mæta í GULU…..það skiptir leikmenn meira máli en þig grunar. Sjáumst í Mustad-Höllinni í kvöld. Áfram Grindavík !!!