Fyrsta stigamóti sumarsins hjá GG fór fram í gær. Þátttaka var með besta móti í fyrsta mót ársins en 33 kylfingar mættu til leiks. Úrslitin urðu eftirfarandi:
1. sæti höggleikur Ingvar Guðjónsson GG 74 högg
1. sæti punktakeppni Guðmundur Pálsson GG 38 punktar
2. sæti punktakeppni Sveinn Ísaksson GG 36 punktar
3. sæti punktakeppni Bjarki Guðmundsson GG 35 punktar
Sigurður Helgi Hallfreðsson GG var 3.80 m. frá átjándu holunni eftir upphafshögg.
Mótanefnd þakkar kylfingum þátttökuna og minnir á næsta stigamót þann 16. maí.
Meðfylgjandi er er svo 10 ára gömul mynd af sigurvegaranum, á þessum árum var hann alltaf í gulu.