Úr leik í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Knattspyrnuvertíðin hjá meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hófst í gær. Grindavík sótti Þrótt heim í bikarnum á gervigrasvellinum í Laugardal og tapaði í framlengdum leik, 1-0. 

Grindavík tefldi fram ungu liði undir stjórn Ægis Viktorssonar sem stóð sig með prýði. Í liðið vantaði nokkra lykilmenn að þessu sinni sem verða komnir fyrir fyrsta leik í deildinni.

Lið Grindavíkur: Emma Higgins, Jennifer Holton, Þórkatla Sif fyrirliði, Rebekka, Guðný Eva, Sara Hrund, Dröfn, Ingibjörg Yrsa, Þórdís Una, Helga Guðrún, Íris Eir.