Uppskeruhátíð hjá yngri flokkunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Uppskeruhátíð yngri flokkanna í fótbolta er í dag og á morgun og er sem sagt tvískipt. Uppskeruhátíð 4. flokks og 3. flokks karla og kvenna í knattspyrnu verður haldin á þriðjudaginn 23. september kl. 17:00 á sal Grunnskóla Grindavíkur. Dagskrá:  

• Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari -mun koma og halda skemmtilegan pistil.
• Verðlaunaafhending.
• Hið fræga kökuhlaðborð er á sínum stað en undanfarin ár hafa flottustu foreldrar á Íslandi (Grindavíkurforeldrarnir) séð um að baka og lagst á eitt við að stútfylla sameiginlegt hlaðborð af kræsingum.
Foreldrar sérstaklega velkomnir.

Uppskeruhátíð 7. flokks, 6.flokks og 5.flokks karla og kvenna í knattspyrnu verður haldin miðvikudaginn 24. september kl. 17:00 í Hópinu. 
Dagskrá: 
• Freyr Sverrisson landsliðsþjálfari og töframaður mun koma og skemmta gestum.
• Viðurkenningar afhentar 
• Unglingaráð mun grilla fyrir gesti.

Foreldrar sérstaklega velkomnir.