Tveir sigrar í næstu tveimur leikjum það eina sem getur bjargað stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Það blæs ekki byrlega fyrir Grindavíkurkonur í Pepsi-deildinni þessa dagana en liðið tapaði dýrmætum stigum í fallbaráttunni á laugardaginn. Grindavík tók þá á móti ÍBV við erfiðar knattspyrnuaðstæður, en mikil rigning og hávaðarok settu svip sinn á leikinn. Lokatölur leiksins urðu 1-2 þar sem Rio Hardy skoraði mark Grindavíkur úr vítaspyrnu. Blaðamaður Fótbolta.net skrifaði tapið á klaufaleg mistök og einbeitingarleysi, sem að gætu reynst ansi dýrkeypt nú á lokametrum Íslandsmótsins.

Eftir tapið situr Grindavík í 9. sæti, þremur stigum frá öruggi sæti í deildinni að ári. Aðeins tvær umferðir eru eftir, en þar sem liðið er með 12 mörkum meira í mínus en KR, sem situr í 8. sætinu, er nokkuð ljóst að það dugir stelpunum ekki að jafna KR að stigum. Síðustu tveir leikir liðsins eru einmitt gegn KR á mánudaginn, og svo er lokaleikurinn heimaleikur gegn botnliði FH þann 22. september. Það er því ljóst að það kemur ekkert annað til greina en sigur gegn KR, og ef sá leikur vinnst þarf liðið einnig að treysta á að KR tapi stigum í lokaumferðinni og jafnframt að vinna FH. 

Má því segja að stelpurnar hafi áframhaldandi líf sitt í deildinni í eigin höndum að mestu, og þær munu án nokkurs vafa ekki gefast upp fyrr en á 90. mínútu þann 22. september næstkomandi. Að sjálfsögðu er skyldumæting fyrir alla Grindvíkinga á þá leik. Nú er að duga eða drepast, svo til bókstaflega!

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn

Staðan í deildinni