Norðurlandamót kvenna 17 ára og yngri fer fram hér á landi á næstu dögum. Tveir leikir verða spilaðir hér á Grindavíkurvelli á morgun í mótinu.
Leikið verður í tveimur fjögurra liða riðlum – annar riðillinn fer fram í Reykjavík og hinn á Suðurnesjum. Leikir um sæti fara fram í Reykjavík.
Fimm af þátttökuliðunum átta koma frá Norðurlandaþjóðum (Ísland, Finnland, Danmörk, Noregur og Svíþjóð) og gestaliðin eru þrjú (England, Holland og Þýskaland). Allt eru þetta sterkar knattspyrnuþjóðir og ljóst að um hörkuleiki verður að ræða, enda saman komnir margir af efnilegustu leikmönnum Evrópu í þessu aldursflokki.
Á morgun fara eftirfarandi leikir fram á Grindavíkurvelli
12:30 Finnland – Holland
16:00 Ísland – Þýskaland
Vert er að minnast á að lykilmaður í liði Íslands er Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir