Tomi Ameobi farinn frá Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Tomi Ameobi hefur yfirgefið herbúðir Grindvíkinga en hann hefur gengið til liðs við félag á Englandi að því er fram kemur á fotbolti.net.  Tomi kom til Íslands vorið árið 2011 þegar hann gekk til liðs við BÍ/Bolungarvík. Í fyrra gekk þessi 24 ára gamli framherji til liðs við Grindavík þar sem hann skoraði fjögur mörk í tuttugu deildar og bikarleikjum.

 Fylkismenn sýndu Tomi áhuga í vetur en nú er ljóst að hann mun ekki leika á Íslandi í sumar.

Ameobi lék með unglingaliðum Newcastle og Leeds á sínum tíma. Bræður hans, Shola og Sammy eru báðir á mála hjá Newcastle en sá síðarnefndi er á láni hjá Middlesbrough þessa dagana.