Tíu stiga tap

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöldi 78-88. Grindavík náði sér aldrei á strik og góður endasprettur Þórsara gerði út um leikinn. 

Það voru helst glæsileg varnartilþrif Ólafs Ólafssonar sem glöddu augað framan af. En sóknarleikur Grindvíkinga var ekki góður góður og Þórsarar gengu á lagið og léku líklega sinn besta leik í vetur. Grindavík lenti í villuvandræðum og réði ekkert við risann Ragnar Ágúst Nathanaelsson sem setti niður 19 stig og hirti hvorki fleiri né færri en 25 fráköst fyrir Þórsara.

Grindavík – Þór Þorlákshöfn 78-88 (17-26, 24-15, 18-23, 19-24)

Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12/8 fráköst/5 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 10/4 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 8/7 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 5/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4, Hilmir Kristjánsson 2.

Staðan:

1. KR 10 10 0 967:762 20
2. Keflavík 10 9 1 875:742 18
3. Grindavík 10 6 4 863:828 12
4. Njarðvík 10 6 4 937:848 12
5. Stjarnan 10 6 4 845:808 12
6. Haukar 9 5 4 784:748 10
7. Þór Þ. 10 5 5 918:939 10
8. Snæfell 10 5 5 891:880 10
9. KFÍ 10 2 8 830:914 4
10. Skallagrímur 9 2 7 707:840 4
11. ÍR 10 2 8 803:972 4
12. Valur 10 1 9 813:952 2