Vormót JSÍ fyrir yngri iðkendur var haldið síðastliðna helgi og stóðu grindvískir júdókappar sig þar með sóma. Hæst bar þó árangur Tinnu Einarsdóttur, en hún tók gullverðlaun í sterkum strákaflokki. Tinna er ein af efnilegustu júdóiðkendum á landinu og keppir gjarnan upp fyrir sig um aldursflokka og jafnvel eldri strákum líka þar sem fáar stúlkur iðka íþróttina í hennar aldursflokki.
Alls náðu keppendur frá Grindavík í 7 verðlaunapeninga um helgina, 1 gull, 3 silfur og 3 brons.
Árangur Grindvíkinga var eftirfarandi:
Dr. U13 -46 (4)
4. Kent MAZOWIECKI Grindavík
Dr. U13 -55 (4)
2. Snorri STEFÁNSSON Grindavík
3. Arnar ÖFJÖRÐ Grindavík
Dr. U15 -46 (4)
2. Hjörtur KLEMENSSON Grindavík
Dr. U15 -66 (4)
1. Tinna EINARSDÓTTIR Grindavík
St. U18 -70 (3)
3. Olivia MAZOWIECKA Grindavík
Dr. U18 -50 (3)
2. Róbert LATKOWSKI Grindavík
3. Adam LATKOWSKI Grindavík