Kjöri á íþróttmanni og íþróttakonu ársins í Grindvík verður að venju lýst á gamlársdag. Hófið fer fram í Gjánni, nýrri félagsaðstöðu UMFG í íþróttamiðstöðinni, kl. 13:00. Athöfnin er öllum opin og Grindvíkingar hvattir til þess að fagna glæsilegu íþróttaári með íþróttafólkinu okkar. Tilnefningarnar í ár eru eftirfarandi:
Tilnefningar í kjör á íþróttamanni Grindavíkur 2016
Alexander Veigar Þórarinsson
tilnefndur af Knattspyrnudeild UMFG
Björn Berg Bryde
tilnefndur af Knattspyrnudeild UMFG
Jón Axel Guðmundsson
tilnefndur af Körfuknattleiksdeild UMFG
Ómar Örn Sævarsson
tilnefndur af Körfuknattleiksdeild UMFG
Kristinn Sörensen
tilnefndur af Golfklúbbi Grindavíkur
Rúrik Hreinsson
tilnefndur af Hestamannafélaginu Brimfaxa
Sigurður Bergmann
tilnefndur af Hjóladeild UMFG
Sigurpáll Albertsson
tilnefndur af Judodeild UMFG
Tilnefningar í kjör á íþróttakonu Grindavíkur 2016
Linda Eshun
tilnefnd af knattspyrnudeild UMFG
Marjani Hin Glover
tilnefnd af knattspyrnudeild UMFG
Petrúnella Skúladóttir
tilnefnd af körfuknattleiksdeild UMFG
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
tilnefnd af körfuknattleiksdeild UMFG
Svanhvít Helga Hammer
tilnefnd af Golfklúbbi Grindavíkur
Valgerður S. Valmundardóttir
tilnefnd af Hestamannafélaginu Brimfaxa
Á myndinni er íþróttafólk Grindavíkur árið 2015, þau Jón Axel Guðmundsson og Petrúnella Skúladóttir