Kjöri á íþróttmanni og íþróttakonu Grindvíkur verður að venju lýst á gamlársdag. Hófið fer fram í Hópsskóla og hefst kl. 13:00. Eftirtaldir einstaklingar eru í kjöri. Nöfnin birtast í stafrófsröð.
Íþróttamaður Grindavíkur:
–	Björn Lúkas Haraldsson, tilnefndur af Taekwondódeild UMFG
–	Helgi Már Helgason, tilnefndur af ÍG
–	Jóhann Árni Ólafsson, tilnefndur af Körfuknattleiksdeild UMFG
–	Kristinn Sörensen, tilnefndur af Golfklúbbi Grindavíkur
–	Marko Valdimar Stefánsson, tilnefndur af Knattspyrnudeild UMFG
–	Óskar Pétursson, tilnefndur af Knattspyrnudeild UMFG
–	Sigurpáll Albertsson, tilnefndur af Júdódeild UMFG
–	Þorleifur Ólafsson, tilnefndur af Körfuknattleiksdeild UMFG
Íþróttakona Grindavíkur:
–	Berglind Magnúsdóttir, tilnefnd af Körfuknattleiksdeild UMFG
–	Christine Buchholz, ofurhlaupakona, tilnefnd af frístunda- og menningarnefnd
–	Erla Sif Arnardóttir, tilnefnd af Sunddeild UMFG
–	Hildur Guðmundsdóttir, tilnefnd af Golfklúbbi Grindavíkur
–	Petrúnella Skúladóttir, tilnefnd af Körfuknattleiksdeild UMFG
–	Rebekka Þórisdóttir, tilnefnd af Knattspyrnudeild UMFG
–	Ylfa Rán Erlendsdóttir, tilnefnd af Taekwondódeild UMFG
–	Þórkatla Sif Albertsdóttir, tilnefnd af Knattspyrnudeild UMFG
Mynd: Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir og Óskar Pétursson, íþróttakona og íþróttamaður ársins í Grindavík 2011.

