Grindvíkingar hafa fengið góðan liðstyrk í Domino's deild karla en þeir hafa gert samning við Tiegbe Bamba. Bamba er fæddur í Frakklandi 1991 en er einnig vegabréf frá Fílabeinsströndinni og hefur leikið með landsliði þeirra, nú síðast í undankeppni HM. Bamba er skráður 2,01 metrar á hæð og getur leikið bæði sem bakvörður og framherji. Hann hefur komið víða við á ferlinum, m.a. í bandaríska háskólaboltanum og leikið í efstu deild í Frakklandi en síðan einnig í Grikklandi og Rúmeníu.
Bamba ætti að verða löglegur með Grindvíkingum fyrir næsta leik sem er gegn Valsmönnum hér á heimavelli á fimmtudaginn. Í viðtali við Körfuna sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur:
„Þetta er öflugur leikmaður sem hefur spilað á háu level hingað til og ætti því að geta hjálpað okkur í baráttunni en maður er eldri en tvæ vetur í þessum bransa, það er aldrei á vísan að róa í þessu!“