Búið er að velja og boða 26 leikmenn til fyrstu æfinga fyrir landslið kvenna í körfubolta en æfingarnar fara fram næstu helgi 2.-4. maí. Verkefni sumarsins verða tveir æfingaleikir gegn landslið Danmerkur hér heima 9. og 10. júlí og svo Evrópukeppni kvenna í C-deild í Austurríki 14.-19. júlí. Þrír leikmenn Grindavíkurr hafa verið valdir í hópinn, þær Pálína Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og María Ben Erlingsdóttir
