Þrír leikmenn í úrtakshópum landsliða

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Landsliðsþjálfarar karla- og kvenna í körfubolta hafa valið tuttugu manna æfingahópa fyrir komandi verkefni landsliðanna í sumar. Þar eru þrír Grindvíikingar. Helga Rut Hallgrímsdóttir og Petrúnella Skúladóttir í kvennaliðinu og Jóhann Árni Ólafsson í karlaliðinu.

 

Stelpurnar undirbúa sig fyrir Smáþjóðaleikina í lok maí sem fram fara í Lúxemborg og er Sverrir Þór Sverrison þjálfari karlaliðs Grindavíkur búinn að velja þær tuttugu sem koma til greina í liðið. Sverrir hefur valið 10 nýliða sem koma til greina í lokahópinn, þar á meðal eru þær Sara Rún Hinriksdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir frá meistaraliði Keflavíkur.

Karlaliðið á annasamt sumar framundan en liðið tekur þátt á Smáþjóðaleikunum, farin verður í keppnisferð til Kína í júlí, leikið verið tvo æfingaleiki gegn Danmörku og loks hefst svo undankeppni EM 2015 í ágúst.
Peter Öqvist, þjálfari karlalandsliðsins, er með fimm nýliða sínum hóp.

Einhverjir leikmenn gáfu ekki kost á sér í verkefnin, að því er kemur fram á vef körfuknattleikssambands Íslands.