KKÍ hefur tilkynnt landsliðshópa yngri landsliða í körfubolta sem fara á Norðurlandamótið í Solna í Svíþjóð. Þrír Grindvíkingar verða þar í eldlínunni. Íþróttakona Grindavíkur 2011, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, hefur verið valin í U-18 liðið og Hilmar Kristjánsson og Jón Axel Guðmundsson í U-16 lið karla.
