Þriðji sigurinn í röð hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur lögðu Hauka á útivelli í gær og unnu þar með sinn þriðja leik í röð, og annan í deildinni. Deildarsigrarnir hafa báðir komið gegn liðum sem sitja í fallsætum deildarinnar og er Grindavík nú komið í þægilega fjarlægð frá þessum tveimur neðstu sætum. Grindavík er nú með 12 stig, í 6. – 7. sæti ásamt FH, en botnlið Fylkis og Hauka eru með 4 og 1 stig.

Lokatölur leiksins í gær urðu 1-2 en sigur Grindvíkinga var þó nokkuð öruggur og Haukar sköpuðu sér fá færi. Marjani Hing-Glover, fyrrum leikmaður Grindavíkur, skoraði fyrsta mark leiksins en Rilany Aguiar Da Silva og Berglind Ósk Kristjánsdóttir skoruðu mörk Grindavíkur.

Næsti leikur Grindavíkur er ekki fyrr en 10. ágúst næstkomandi, þar sem hlé verður gert á deildinni meðan EM fer fram í Frakklandi.

Viðtal við Róbert Haraldsson, þjálfara Grindavíkur, í leikslok:

Mynd af Facebook-síðu meistaraflokks kvenna