Þriðja tapið í röð staðreynd hjá Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tapaði sínum þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla í gær þegar liðið tapaði heima gegn Víkingum, 1-2. Grindvíkingar voru betra liðið á vellinum í fyrri hálfleik en náðu ekki að reka endahnútinn á sóknir sínar og staðan 0-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik tóku gestirnir völdin og settu tvö mörk. Andri Rúnar náði að svara með einu marki en það kom of seint og 1-2 tap staðreynd.

Grindvíkingar voru öllu hressari en í síðustu tveimur leikjum og vonandi fara hlutirnar að falla aftur með okkar mönnum í næstu leikjum. Eftir þetta tap er Grindavík áfram í 3. sæti deildarinnar en pakkinn í efstu 7 sætunum er þéttur og Víkingur nú aðeins 3 stigum á eftir Grindavík í 7. sætinu.

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn

Viðtal við Óla Stefán þjálfara eftir leik: