Keppendur taekvondodeildar UMFG náði góðum árangri á Íslandsmótinu í tækni sem haldið var um helgina í Laugardalnum. Uppskeran voru tvö brons og eitt silfur:
- Björn Lúkas Haraldsson – Brons í svartbeltisflokki
- Ylfa Rán Erlendsdóttir – Brons í rauðbeltisflokki
- Gísli Þráinn Þorsteinsson – Silfur í rauðbeltisflokki
Ylfa og Gísli urðu í 4. sæti í sterkum rauðbeltisflokki í paraformi.
Björn, Ylfa og Gísli urðu í 4. sæti í mjög sterkum svartbeltisflokki í hópaformi.
Jón Aron Eiðsson, Jakob Máni Jónsson og Sigurður Ágúst Eiðsson stóðu sig líka vel en náðu ekki að vinna til verðlauna að þessu sinni.
Mynd: Verðlaunahafarnir Björn Lúkas, Ylfa Rán og Gísli Þráinn.