Í gær fóru fram á Grindavíkurvelli opnunarleikir Evrópumóts U17 kvenna. Það fór ekki vel hjá íslensku stelpunum en þær lutu í gras fyrir þeim þýsku, 0-5. Í kvöld er svo leikið í 1. deild karla á vellinum þegar HK koma í heimsókn úr Kópavoginum. Leikurinn hefst kl. 19:15 en Grindavík situr nú í 9. sæti með 7 stig. Sigur í kvöld myndi fleyta liðinu í 6. sætið og gefa liðinu gott veganesti fyrir komandi átök en enn er nóg eftir af mótinu.
Annað kvöld er svo leikur í 1. deild kvenna þar sem að Grindavík tekur á móti Álftanesi. Grindavíkurstúlkur hafa farið afar vel af stað í sumar og eru taplausar bæði í deild og bikar og stefna eflaust ótrauðar á að halda áfram á sömu braut.
Mynd: Frá landsleik Englands og Spánar á Grindavíkurvelli í gær í U17.