Helgina 17-19 maí fór fram úrslitakeppni í 10. flokk stúlkna og drengja, auk unglingaflokks karla í körfuknattleik. Keppnin fór fram íþróttahúsinu hér í Grindavík og var í umsjón unglingaráðs körfuknattleiksdeildarinnar.
Keppnin hófst á föstudagskvöldinu með undanúrslitum og lauk á sunnudag með úrslitaleikjum.
Ekki var annað að sjá og heyra en að framkvæmd og utanumhald hafi tekist mjög vel.
Til að svona helgi gangi jafnvel fyrir sig og raun ber vitni, þarf gott samstarf og samvinnu milli allra aðila sem að helginni komu.
Unglingaráð var svo lánsamt að fá til liðs við sig öfluga sjálfboðaliða, sem voru tilbúnir að sinna hinum ýmsu verkefnum, t.d. á ritaraborðinu, moppunni og kynningar fyrir og eftir leiki.
Viljum við nota tækifærið til að þakka öllum þessum frábæru einstaklingum kærlega fyrir þeirra framlag.
Einnig viljum við þakka dómurum leikjanna gott samstarf, fulltrúum Sport tv og fulltrúum KKÍ, og stjörn körfuknattleiksdeildar fyrir góða samvinnu.
Einnig þökkum við starfsfólki Íþróttamiðstöðvarinnar fyrir góða samvinnu.
Síðast en ekki síst þökkum við þeim fjölmörgu áhorfendum sem komu og studdu sín lið. Frábær mæting á yngri flokka leiki
Með körfuboltakveðju
Unglingaráð KKD UMFG.