Taekwondómamman vann gull

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar gerðu það gott á bikarmóti Taekwondósambands Íslands um helgina. Þar unnu þeir til átta verðlauna, þar af til fimm gullverðlauna, tvenn silfur og eitt brons. Frammistaða iðkenda frá júdódeild UMFG á mótinu var hreint út sagt frábær. Þess má geta að taekwondómamman Birgitta Sigurðardóttir var að keppa í fyrsta sinn og stóð sig frábærlega og fékk gull í sínum flokki. 

Björn Lúkas Haraldssson bar einnig sigur úr bítum í sínum flokki sem var mjög sterkur. Flóvent, Ingólfur, Oliver og Jakob stóðu sig frábærlega sem og Engill Þór og Jón Aron sem áttu flotta bardaga.

Gaman var að sjá og heyra Grindvíkingana hjálpast að og hvetja hvern annan og var Gísli Þráinn Þorsteinsson að sjálfsögðu í þeim hópi þó svo hann sé fluttur í annað félag.

Gullverðlaunahafar:

  • Oliver Adam Einarsson, bardaga
  • Ingólfur Hávarðarson, bardaga
  • Flóvent Rigved Ashikari, bardaga
  • Birgitta Sigurðardóttir, bardaga
  • Björn Lúkas Haraldsson, bardaga

Silfurverðlaunahafar:

  • Sigurbjörn Gabríel Jónsson,bardaga
  • Jakob Máni Jónsson, bardaga

Bronsverðlaunahafar

Björn Lúkas Haraldsson, formi

Á myndinni eru frá vinstri, Jakob Máni, Birgitta og Engill Þór.