Sumaræfingar í körfu – Æfingatafla

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sumaræfingar á vegum Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur hefjast mánudaginn 11. júní með afreksæfingum fyrir verðandi 7. bekk og eldri. Æfingarnar eru frá kl 17:00-18:00. Frítt er á sumaræfingar.

Einnig býður körfuknattleiksdeildin uppá styrktaræfingar fyrir verðandi 9. bekk og eldri. Styrktaræfingar fara fram í Gym heilsu kl 18:15 á þriðjudögum og fimmtudögum. Iðkendur verða að eiga líkamsræktarkort. Þeir iðkendur sem ekki eiga geta fengið kort á góðum kjörum í gegnum körfuknattleiksdeildina. Körfuknattleiksdeildin býður frítt uppá styrktaræfingar í sumar. Þjálfari í júní er Jóhann Árni Ólafsson. Aðrir þjálfarar verða í júlí og ágúst.
 
Mánudaginn 18. júní hefst svo körfuboltaskóli fyrir krakka fædd 2011-2007. Börn fædd 2011-2009 æfa saman og 2008-2007. Petrúnella Skúladóttir verður umsjónarmaður körfuboltaskólans. Það kostar 2500 krónur.
Æft verður mánudag til föstudags og allar æfingarnar eru:
1.-3. bekkur 11:30-12:30
4. og 5. bekkur 12:30-13:30

Skráning fer fram á netfangið petrunella@grindavik.is. Námskeiðið kostar 2500 kr. Frekari upplýsingar um greiðslu verða sendar í tölvupósti við skráningu.
ATH – ef ekki næst næg þátttaka þá þarf að aðlaga námskeiðið- Hámark 20 krakkar komast á hvert námskeiðið.

Körfuboltaskólinn verður þrisvar sinnum yfir sumarið og hver námskeið sjálfstætt og er í viku í senn. Seinni tvö verða í júlí og ágúst.

Sumaræfingarnar og körfuboltaskólinn eru frábærir valkostir fyrir þá sem vilja taka framförum í sumar og kjörið tækifæri fyrir nýja iðkendur að prófa þessa skemmtilegu íþrótt.
 
Allar æfingar Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur eru jafnt fyrir drengi sem stúlkur.