Sumaræfingar í fullum gangi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur stendur fyrir metnaðarfullum sumaræfingum nú annað sumarið í röð fyrir þá iðkendur sem hafa áhuga á að bæta sig sem körfuboltaleikmenn. Æfingunum er skipt niður í tvo hópa, annarsvegar iðkendur  11-14 ára og síðan 15 ára og eldri. Stelpur og strákar æfa saman.

Yngri hópurinn æfir þrisvar sinnum í viku og eldri hópurinn fjórum sinnum í viku.
Hjá eldri hópnum fer ein æfing í styrktar og sprengjukraftsþjálfun hjá ÍAK einkaþjálfaranum Óla Baldri Bjarnarsyni. Einnig sér hann um að útbúa lyftingar áætlun fyrir krakkana og temja þeim góðar matarvenjur.

Sumarið er tíminn til að bæta sig sem einstaklingur í körfubolta og aðal áhersla sumaræfinganna er að auka tækni leikmanna í  víðum skilningi. Unnið er í þeim hlutum leiksins sem er oft erfitt að finna tíma fyrir á keppnistímabilinu sjálfu, þá sérstaklega hjá þeim eldri.

Mætingin í fyrrasumar var góð en þá æfði allur hópurinn saman, Flestir voru 15  ára og eldri og því var ákveðið að skipta hópnum niður til þess að hvetja yngri iðkendur á æfingarnar. Það hefur tekist og eru mun fleiri yngri iðkendur að sækja æfingarnar í sumar heldur en síðasta sumar.

Æfingarnar eru opnar öllum og hvetjum við sem flesta að mæta á æfingar óháð því hversu lengi þau hafa æft íþróttina. Einnig hvetjum við krakka sem hafa áhuga á að prófa að æfa körfubolta á að prófa æfingar. Æfingarnar eru skemmtilegar og allir gera æfingarnar á þeim hraða og krafti sem þeir ráða við.

Yfirþjálfari æfinganna er Jóhann Árni Ólafsson, og í heimsókn á æfingarnar koma síðan nokkrir af færustu körfubolta leikmönnum Íslands, t.d atvinnu og landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson, og einnig er von á atvinnu og landsliðskonunni Helenu Sverrisdóttir.

Æfingatímin er breytilegur eftir vikum, en oftast eru æfingarnar eins og hér segir

11-14 ára
Mánudagur     15:00-16:00
Þriðjudagur    15:00-16:00
Fimmtudagur 14:30-16:00

15 ára og eldri
Mánudagur 16:00-17:30
Þriðjudagur 16:00-17:30
Miðvikudagur 15:30-16:30
Fimmtudagur 16:00-17:30