Styrktarkvöld kvennakörfunnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Styrktarkvöld Körfuknattleiksdeildar kvenna í Grindavík verður haldið föstudaginn 11. október í Sjólist (Hópsnes), húsið opnar kl 19.30. Miðaverð kr 6.000.- innifalið er matur og skemmtun. (Takmarkað magn af miðum í boði).

Messustjóri verður séra Jóna Kristín.
Tískusýning á gömlum kjólum frá konum í Grindavík og séra Jóna Kristín messar yfir þeim.
Margrét syngur nokkur vel valin lög frá stíðsárunum.
Kaleb Joshua sér um stuðið allt kvöldið.

Borðapantanir og miðasala í Palóma, fyrstur kemur fyrstur fær!