Grindavík sótti bikarmeistara Tindastóls heim í gær í miklum baráttuleik. Grindvíkingar fóru ágætlega af stað og leiddu með 8 stigum í 2. leikhluta en þá kom 21-7 kafli hjá heimamönnum sem setti Grindvíkinga í erfiða stöðu og svo fór að lokum að Stólarnir fóru með sigur af hólmi, 94-82.
J’Nathan Bullock var algjör yfirburðamaður í liði Grindavíkur með 33 stig og 16 fráköst en næstur kom Jóhann Árni með 12 stig. Enginn annar leikmaður fór yfir 10 stigin og munar um minna gegn jafn sterku liði og Tindastóli.