Stærsti leikur vetrarins í körfuboltanum fram að þessu fer fram í Reykjanesbæ í dag, sunnudag, kl. 15 þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur sækja bikarmeistara Keflavíkur heim í UNDANÚRSLITUM bikarkeppninnar. Hart verður barist enda eru þetta þau tvö lið sem hafa spilað hvað best í deildinni upp á síðkastið.
Grindvíkignar eru hvattir til þess að fjölmenna á leikinn en hann verður reyndar einnig sýndur beint á RÚV.
Komist Grindavík í úrslitaleikinn í Laugardagshöll þann 16. febrúar næstkomandi gæti orðið svakalegt stuð á risa þorrablóti í íþróttahúsinu um kvöldið en þá standa körfuknattleiksdeildin, knattspyrnudeildin og Kvenfélag Grindavíkur fyrir glæsilegum viðburði, sem vonandi verður sigurhátíð í leiðinni!