Stórleikur á Grindavíkurvelli 30. apríl, GG – KFS

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Það verður sannkallaður stórleikur á Grindavíkurvelli núna á laugardaginn, 30. apríl, en þá leika GG menn sinn fyrsta alvöru keppnisleik síðan að liðið var endurvakið í haust. GG mætir til leiks í 4. deild karla í ár sem og í Borgunarbikarnum en þessi leikur er einmitt í bikarnum. Andstæðingarnir eru lið KFS frá Vestmannaeyjum og hefst leikurinn kl. 14:00. 

GG leika í B-riðli 4. deildar í sumar en fyrsti deildarleikur ársins verður hér á Grindavíkurvelli þann 19. maí.