Stelpurnar völtuðu yfir Selfoss í Lengjubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tók Selfyssinga í kennslustund í sóknarleik í Lengjubikarnum í gær en Grindavík skoraði 6 mörk í leiknum gegn engu. Lauren Brennan var á skotskónum og setti 5 af 6 mörkum Grindavíkur. Liðið virðist vera að ná að stilla saman strengi nú þegar styttist í Pepsi-deildina en fyrsti leikur liðsins er þann 27. apríl á útivelli gegn Fylki.

Selfoss 0 – 6 Grindavík

0-1 Lauren Brennan (’10)
0-2 Lauren Brennan (’20)
0-3 Lauren Brennan (’45)
0-4 Carolina Mendes (’51)
0-5 Lauren Brennan (’69)
0-6 Lauren Brennan (’85)