Stelpurnar stoppuðu toppliðið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur gerðu sér lítið fyrir um helgina og lögðu lið Þórs/KA hér á Grindavíkurvelli, en lokatölur leiksins urðu 3-2. Þetta var aðeins annar leikurinn sem norðankonur tapa í sumar og með þessum sigri komu Grindavíkurkonur í veg fyrir að þær fögnuðu Íslandsmeistaratitli hér í Grindavík. 

Grindavík hefur þegar tryggt sæti sitt í deildinni og hefur því í raun að litlu að keppa öðru en stoltinu og þær sýndu það og sönnuðu í þessum leik að það er engin tilviljun að nýliðarnir séu búnir að tryggja sér sæti í deildinni aftur að ári. Lokaleikurinn er svo útileikur gegn Breiðabliki sem er einmitt eina liðið sem getur ógnað titildraumum Þórs/KA.

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn

Viðtal við Önnu Þórunni eftir leik:

Viðtal við Róbert eftir leik:

 

Meðfylgjandi mynd er fengin af Facebook-síðu meistaraflokks kvenna.

Benóný Þórhallsson var einnig á leiknum með myndavélina á lofti.