Grindavík sótti Aftureldingu heim í Borgunarbikar kvenna á mánudagskvöldið. Það er skemmst frá því að segja að okkar konur fóru með öruggan 0-4 sigur af hólmi og eru því komnar í 16-liða úrslit en þar mæta þær úrvalsdeildarliði Þór/KA á Akureyri þann 11. júní.
Mörk Grindavíkur:
– Sashana Carolyn Campbell	 ’15 
– Dröfn Einarsdóttir ’62 
– Sashana Carolyn Campbell ’66 
– Sara Hrund Helgadóttir	 ’86

