Stelpurnar mæta Fylki í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík mætir Fylki á Grindavíkurvelli á morgun, þriðjudag, kl. 20:00, í 32ja liða úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Grindavíkurstelpurnar hafa útbúið skemmtileg auglýsingaplakat í tilefni leiksins þar sem Ágústa Jóna Heiðdal fyrirliði er í aðalhlutverki.

Ókeypis aðgangur er á völlinn og eru Grindvíkingar hvattir til þess að mæta á völlinn og hvetja stelpurnar til dáða.

Fyrirmyndina að plakatinu má sjá hér að neðan og verður ekki annað sagt en vel hafi tekist til hjá stelpunum!