Stelpurnar í 9. flokki nældu í silfur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar áttu tvö lið í úrslitum yngri flokka í Stykkishólmi um helgina. Strákarnir í drengjaflokki unnu Hauka og fögnuðu Íslandsmeistaratitli en stelpurnar í 9. flokki voru ekki jafn heppnar í sinni viðureign. Þær mættu nágrönnum okkar úr Keflavík, líkt og í bikarúrslitunum, en í þetta skiptið voru það Keflvíkingar sem unnu sigur í miklum spennuleik, 45-39.

Símon Hjaltalín var á staðnum og fjallaði um leikinn fyrir karfan.is:

„Grindavíkurstúlkur höfðu yfirhöndina eftir fyrsta hluta 7-11 og voru að spila vel. Hins vegar voru Keflavíkurstúlkur ekki á sama máli í öðrum fjórðung og með hörku komust í 24-17 forystu og allt féll í þeirra hendur með góðri baráttu. Grindavík með þrist frá Höllu Emilíu kom þeim nær í þrjú stig 26-23 eftir að hafa farið yfir nokkra hluti í leikhléi. Staðan var 28-25 í hálfleik og mikil spenna hjá þessum liðum sem mættust einnig í bikarúrslitum. Í Keflavík voru Birna og Elsa að draga vagninn með 8 stig hvor en Halla Emilía og Hrund með 7 stig hvor Grindavíkurmegin.

Eftir þriðja hluta var stsðan 37-34 fyrir Keflavík og allt í járnum í leiknum og liðin höfðu skiptst á að skora og var ekki mikið sem fór í netið í sóknunum en það var þó beggja megin en liðin stilltu vel upp varnarleik sínum. Keflavíkurstúlkur voru þó ótvírætt að vinna frákastabaráttuna og það gaf þeim gríðalega mikið. Grindavík misstu mótherja sína frá sér 43-34 eftir að lítið hafði verið skorað um tíma í fjórða hluta og þegar síðasta mínútan fór í gang var Grindavík ekki búnar að skora stig og staðan í hlutanum 6-0. Það breyttist þó og blóðþrýstingurinn hækkaði í húsinu en Keflavík héldu velli og sigruðu 45-39. Elsa Albertsdóttir í Keflavík var valin leikmaður leiksins með 13 stig 11 fráköst og 8 stolna bolta. Stigahæst var Birna Valgerður með 16 stig og 14 fráköst. Í Grindavík var Hrunda Skúladóttir með 10 stig.“

Myndasafn
Tölfræði leiksins