Grindavíkurkonur luku keppni í B-riðli 1. deildar kvenna í gær með góðum 3-0 heimasigri í Víkingi frá Ólafsvík. Þessi úrslit þýða að Grindavík endaði í efsta sæti riðilsins, með 30 stig. Þær unnu 9 leiki og gerðu 3 jafntefli og fóru taplausar í gegnum sumarið. Nú tekur við úrslitakeppni átta liða úr 1. deildinni um tvö laus sæti í Pepsi deildinni að ári.
Mörk Grindavíkur í gær skoruðu þær Marjani Hing-Glover (2 mörk) og fyrirliðinn Bentína Frímannsdóttir.
Margrét Albertsdóttir varð markahæst í riðlinum með 16 mörk í 12 leikjum, næsti leikmaður skoraði 12 mörk í 10 leikjum. Þær Bentína og Sashana Carolyn Campbell urðu svo í 5.-6. sæti yfir markaskorara með 8 mörk hvor.