Grindavíkurkonur unnu góðan 2-0 sigur á Fjölni núna á laugardaginn, og sitja því enn á toppi B-riðils 1. deildar kvenna, ásamt Augnabliki. Það voru þær Linda Eshun og Lauren Brennan sem skoruðu mörk Grindavíkur í seinni hálfleik. Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Aftureldingu á föstudagskvöldið kl. 20:00.
