Grindavíkurkonur bíða enn eftir fyrstu stigunum í Pepsi-deildinni þetta sumarið en þær eru stigalausar eftir þrjár umferðir. Í gær tóku þær á móti Valskonum hér í Grindavík og urðu lokatölur 0-3 gestunum í vil. Víkurfréttir gerðu leiknum góð skil og má lesa um leikinn og skoða myndir á vefsíðu þeirra.
