Mikið hefur verið um að vera í körfuboltanum síðustu daga. Grindavíkurstelpur eru komnar áfram í bikarnum, ÍG er hins vegar úr leik og karlalið Grindavíkur lagði Stjörnuna.
Grindavíkurstelpur lögðu Stjörnuna að velli 83-60 og tryggðu sér þar með sæti í 8 liða úrslitum bikarkeppni kvenna. Grindavík lék án Pálínu Gunnlaugsdóttur en engu að síður höfðu Grindavíkurstúlkur mikla yfirburði. Lauren Oosdyke skoraði 24 stig, Ingibjörg Jakobsdóttir 17 og María Ben Erlingsdóttir 10.
ÍG tapaði fyrir B-liði keflavíkur með 20 stiga mun, 80-100, þar sem Keflavíkurhraðlestin tefldi fram Damon Johnson sem gerði garðinn frægan hér á sínum tíma.
ÍG-Keflavík b 80-100 (20-26, 21-22, 17-25, 22-27)
ÍG: Eggert Daði Pálsson 21/6 fráköst, Hamid Dicko 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Hafsteinsson 9, Davíð Arthur Friðriksson 8, Helgi Már Helgason 8/7 fráköst, Stefán Freyr Thordersen 6/4 fráköst, Nökkvi Harðarson 6/8 fráköst, Fannar Elíasson 4, Haukur Einarsson 3/10 fráköst, Sigurður Svansson 2, Jóhann Þór Ólafsson 1.
Grindavík: Lewis Clinch Jr. 26, Jóhann Árni Ólafsson 19, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/13 frák., Jón Axel Guðmundsson 8, Ómar Örn Sævarsson 8/10 frák., Þorleifur Ólafsson 4, Ólafur Ólafsson 2.
Staðan:
1. KR 8 8 0 756:623 16
2. Keflavík 8 7 1 696:590 14
3. Grindavík 8 6 2 722:663 12
4. Njarðvík 8 5 3 759:688 10
5. Þór Þ. 8 4 4 754:757 8
6. Stjarnan 8 4 4 664:651 8
7. Haukar 8 4 4 680:672 8
8. Snæfell 8 4 4 721:714 8
9. ÍR 8 2 6 644:769 4
10. Skallagrímur 8 2 6 642:731 4
11. KFÍ 8 1 7 664:743 2
12. Valur 8 1 7 659:760 2