Grindavík er úr leik í bikarnum eftir tap gegn KR í undanúrslitum síðasta fimmtudag. En á morgun, miðvikudag, tekur Pepsideildin aftur við og þá kemur Fram í heimsókn en þetta er sannkallaður úrslitaleikur því þarna eigast við liðin í 10. og 12. sæti. Fram hefur 12 stig en Grindavík 6.
Fari Grindavík með sigur af hólmi tekst okkar mönnum að minnka muninn í 3 stig en vinni Fram eykst bilið í 9 stig og staða liðsins versnar til muna.
Þetta er því kárlega mikilvægasti leikur sumarsins í deildinni þar sem allt er í húfi.