Spænskur framherji til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar hafa fengið liðstyrk fyrir baráttuna í Inkasso-deildinni í sumar en spænski framherjinn Juan Manuel Ortiz hefur gert samning við liðið. Juan þessi er 29 ára gamall og spilaði síðast með Socuéllamos í spænsku C-deildinni. Þar áður spilaði hann með Villarrobledo í D-deildinni þar sem hann skoraði 25 mörk í 30 leikjum. 

Fótbolti.net greindi frá:

„Grindvíkingar hafa fengið spænska framherjann Juan Manuel Ortiz í sínar raðir.

Hinn 29 ára gamli Juan Ortiz spilaði síðast með Socuéllamos í spænsku C-deildinni.

Í síðustu viku fengu Grindvíkingar spænska varnarmanninn Edu Cruz í sínar raðir en fyrir hjá félaginu er spænski miðjumaðurinn Rodrigo Gomes.

Grindavík sigraði Hauka 3-2 í fyrstu umferðinni í Inkasso-deildinni í síðustu viku en liðið leikur við Huginn í 2. umferðinni á mánudag.“