Snautleg frammistaða Grindavíkurkvenna í leik um meistara meistaranna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Kvennalið Grindavíkur heimsótti Stykkishólm um helgina þar sem leikið var um titilinn “Meistari meistaranna”. Liðin höfðu mæst í Grindavík fyrir skömmu í Lengjubikarnum þar sem Grindavík vann sigur í miklum spennuleik. Það var allt annað uppi á teningnum sem í þessum leik sem varð aldrei spennandi og Snæfellskonur fóru að lokum með yfirburðasigur af hólmi, 79-45. Nú er uppitunarleikjum fyrir tímabilið því formlega lokið en deildin hefst núna á laugardaginn þar sem Grindavík tekur á móti Val en hið nýja íþróttamannvirki verður formlega vígt við sama tækifæri.

Karfan.is fjallaði um leikinn:

Snæfell sigraði Grindavík 79 – 45 í Hólminum í baráttunni um Meistarar meistaranna titilinn í ár. Haiden Palmer leiddi heimakonur með 22 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá Grindavík voru Hrund Skúladóttir og Whitney Frazier með 9 stig hvor.

Áfram var vandamál að tengja stattið í Hólminum við heimasíðu KKÍ og Karfan hélt því áfram að uppfæra á twitter. Hólmarar tóku þó niður tölfræðina á báðum leikjum og hún er komin inn hér.

Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað en þegar fyrsti leikhlutinn var u.þ.b. hálfnaður setti lið Snæfells í 2. gír og leit í raun aldrei til baka. Snæfell átti einfaldlega mun betri leik á öllum sviðum og þetta náði aldrei að verða sérstaklega spennandi.

Grindavík átti vissulega góðar rispur og gaman að sjá ungar stelpur fá að spreyta sig. Hrund Skúladóttir átti flottan leik en hún er einungis 15 ára gömul og ljóst að Grindvíkingar eiga mikið efni í henni. Whitney Frazier átti fínan fyrri hálfleik með 9 stig skoruð en hún skoraði hins vegar ekki stig í þeim seinni. Björg Einarsdóttir mætti fyrrum liðsfélögum sínum íklædd gulu og skellti meðal annars tveimur risa þristum í andlitið á þeim. Því miður voru villuvandræði að hafa áhrif á leik Grindvíkinga og settu klárt strik í reikninginn.

Snæfellskonur áttu virkilega flottan dag en þar komust 10 af 12 leikmönnum á blað. Gunnhildur “bakveika konan” Gunnarsdóttir sýndi ekki merki um nein meiðsli og setti niður 15 stig sem komu öll úr þriggja stiga körfum. Hún var með 5 af 6 í þristunum og kynti virkilega undir sínu liði í gegnum leikinn. Haiden Palmer átti frábæran leik, með góða nýtingu í sínum skotum og 27 framlagsstig. Það er alltaf viss upplifun að fylgjast með Snæfell á heimavelli og það er klárt mál að þær þrífast á stemmingunni sem skapast í Hólminum. Stelpurnar náðu 17 – 0 áhlaupi og náðu mest 37 stiga forskoti. Það er eitthvað verið að gera í Stykkishólmi sem virkar en þetta lið spilar ótrúlega vel saman og það sést á árangri síðustu ára.

Snæfell-Grindavík 79-45 (23-11, 24-10, 18-11, 14-13)
Snæfell:
Haiden Denise Palmer 22/6 fráköst/8 stođsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 12/7 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 8, María Björnsdóttir 8/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 6/4 fráköst, Sara Diljá Sigurđardóttir 4/6 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2, Rebekka Rán Karlsdóttir 2, Kristín Birna Sigfúsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0.

Grindavík: Hrund Skuladóttir 9, Whitney Michelle Frazier 9/10 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 8, Björg Guđrún Einarsdóttir 8, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 5/13 fráköst, Helga Einarsdóttir 4/10 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 2/8 fráköst, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Halla Emilía Garđarsdóttir 0, Viktoría Líf Steințórsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0.