Skrifað undir samninga í Gula húsinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur skrifaði á laugardaginn undir samninga við þá Andra Rúnar Bjarnason, Magnús Björgvinsson og Matthías Örn Friðriksson, samningarnir eru til eins árs eða út leiktíðina 2017.

Andri Rúnar skiptir til Grindavíkur frá Víkingi R. og þeir Magnús og Matthías framlengja samninga sína um eitt ár. Í vikunni framlengdi svo leikmaðurinn Will Daniels samning sinn við Grindavík til tveggja ára.